Ók ölvaður á kyrrstæðan bíl

Karlmaður er í haldi lögreglunnar á Selfossi grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis í Hveragerði í nótt. Ökuferðinni ók með því að maðurinn ók á kyrrstæðan bíl sem kastaðist inn í garð við íbúðarhús.

Ökumaðurinn slapp ómeiddur en bílarnir eru báðir töluvert skemmdir auk þess sem girðing og steyptur girðingarstólpi brotnuðu niður. Lögreglan fékk tilkynningu um áreksturinn um kl. 4 í nótt.

Maðurinn var fluttur í fangageymslu á Selfossi og verður yfirheyrður í dag.