Ók of snemma af stað

Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi Selfosslögreglunnar í gærkvöldi og nótt, og einn klukkan hálf átta í morgun.

Þar var á ferðinni kona sem taldi víst að áfengisvíman væri runnin af sér frá kvöldinu áður. Sú var ekki raunin því áfengismagn mældist langt yfir mörkum hjá konunni.

Hún var svipt ökuréttindum til bráðabirgða.