Ók of hratt, ölvaður og próflaus á stolnum bíl

Snemma á sunnudagsmorgun mældu lögreglumenn bifreið á 130 km hraða á Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli. Ökumaðurinn stoppaði ekki og ók áfram í átt að Selfossi.

Ungur karlmaður sem ók bílnum virti blá ljós lögreglunnar ekki viðlits en lögreglumenn í eftirliti á Selfossi náðu að stöðva hann á Ölfusárbrú.

Ökumaðurinn reyndist undir áfengisáhrifum, hafði aldrei tekið bílpróf og var á stolinni bifreið. Hann var handtekinn og færður í fangageymslu.

Ökumaðurinn var látinn laus síðar um daginn að lokinni yfirheyrslu þar sem hann gekkst við brotunum.

Fyrri greinGóð tilfinning að vera komin aftur í heimakirkjuna
Næsta greinStálu frá gestum á tjaldsvæðinu á Selfossi