Ók niður ljósastaur

Tilkynning barst til lögreglu um kl. 17 í gær að ljósastaur lægi á hliðinni á gatnamótum Eyrarbakka- og Gaulverjabæjarvegar.

Ummerki voru um að bifreið hafi verið ekið á staurinn sem við það lagðist niður. Ökumaður yfirgaf vettvang án þess að tilkynna um óhappið.

Lögreglan á Selfossi skorar á ökumann að gefa sig fram jafnframt því að hugsanleg vitni af atvikinu hafi samband í síma 480 1010.

Í dagbók lögreglunnar á Selfossi kemur fram að í síðustu viku var tilkynnt um átta umferðaróhöpp í Árnessýslu. Í þessum slysum slasaðist enginn alvarlega.

Fimm ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur þar af þrír innanbæjar á Selfossi. Einn ökumaður var kærður fyrir ölvunarakstur.