Ók inní hrossastóð

Á fimmtudagsmorgun í síðustu viku var bifreið ekið inn í hrossastóð á Suðurlandsvegi austan við Landvegamót.

Bifreiðin skemmdist mikið og eitt hross drapst við áreksturinn. Hrossin höfðu komist út á þjóðveg um ristarhlið sem fyllst hafði af snjó.

Nokkrar tilkynningar hafa komið inn til lögreglunnar á Hvolsvelli um laus hross á vegum í umdæminu og því full ástæða fyrir bændur og umráðamenn hrossa að fylgjast vel með hliðum og girðingum með tilliti til þessa.

Fyrri greinKærður fyrir utanvegaakstur
Næsta greinHeiðin og Þrengslin lokuð