Ók inn í hrossastóð

Stórum pallbíl var ekið inn í hrossastóð við Syðri-Reyki í Biskupstungum á sjötta tímanum í morgun.

Hálka var á veginum og kvaðst ökumaðurinn ekki hafa séð hrossinn í myrkrinu þar sem þau hlupu eftir veginum.

Eitt hross slasaðist í árekstrinum og en óvíst er hvort þurfi að aflífa það. Hin hrossin níu sluppu hins vegar ómeidd.