Ók inn í garð og á hús

Það er talsverð hálka í úthverfum Selfoss í dag og ökumaður bíls á ferð um Nauthagann fékk að kenna á henni í hádeginu.

Ökumaðurinn missti stjórn á bíl sínum á mótum Nauthaga og Laufhaga og lauk ökuferð sinni með því að aka inn í garð og á íbúðarhús við Laufhagann.

Ekki urðu slys á fólki en smávægilegar skemmdir á bíl og húsvegg, auk þess sem talsvert sér á limgerðinu.

Fyrri greinHannaði kerti til styrktar eiginmanninum
Næsta greinGuðmundur orðinn leikmaður Sarpsborg 08