Ók í veg fyrir fólksbíl

Unglingspiltur var fluttur á sjúkrahús eftir að hann ók litlu torfærumótorhjóli í veg fyrir fólksbíl á Gagnheiði á Selfossi á sjötta tímanum í dag.

Pilturinn ók af Lágheiði inn á Gagnheiði þar sem hann lenti framan á fólksbílnum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu og sjúkraliði vegna slyssins en pilturinn reyndist þó minna slasaður en talið var í fyrstu.

Hann var hjálmlaus og hjólið óskráð.