Ók á vegrið við Þjórsárbrú

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í krapa á Suðurlandsvegi við Þjórsársbrú og endaði á vegriði um kl. 17 í dag.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi hlaut ökumaðurinn minniháttar áverka og var hann fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina á Selfossi til aðhlynningar.

Bifreiðin er töluvert skemmd.