Ók á vegrið á aðfangadagskvöld

Lögreglumaður í Vík var kallaður út seint á aðfangadagskvöld vegna tveggja ferðamanna sem höfðu lent í umferðaróhappi er bifreið þeirra lenti á vegriði vestan við Vík.

Mennirnir slösuðust ekki en bifreiðin var óökufær.

Aðstoða þurfti mennina við að komast í gistingu þar sem þeim var ljóst að samgöngur væru tvísýnar á þeim tíma sem þeir voru á ferðinni.

Fyrri greinReyndi að skalla lögreglumann
Næsta greinÓk ölvaður útaf Skeiðavegi