Ók á ljósastaur á Selfossi

Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á bíl sínum á hálkubletti í Suðurhólum á Selfossi á fjórða tímanum í dag með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á ljósastaur.

Einn var fluttur til skoðunar á slysadeild Heilbrigðistofnunar Suðurlands á Selfossi.

Bifreiðin er mikið skemmd og var hún fjarlægð með dráttarbíl.

Fyrri greinStórtjón í eldi hjá Flúðafiski
Næsta greinGóður sigur FSu