Ók á hreindýr vestan við Hala

Lögreglan við Lómagnúp. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Ökumaður sem var á leið um Suðurlandsveg vestan við Hala í Suðursveit síðastliðinn föstudag varð fyrir því óhappi að aka á hreindýr.

Dýrið drapst og nokkurt tjón varð á ökutækinu en ekki slys á fólki, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Sama dag lenti bifreið út af Þykkvabæjarvegi. Bíllinn dró hestakerru með þremur hestum í. Ekki urðu slys á fólki eða dýrum í þessu óhappi en eignatjónið varð nokkurt.

Fyrri greinSASS vill samræmda sorpflokkun
Næsta greinÞór mætir Val í undanúrslitum