Óhagstætt tíðarfar dró úr fallþunga

Sauðfjárbú Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum skilaði mestum afurðum á síðasta ári. Ærnar skiluðu 39,5 kg kjöts að meðaltali.

Er þetta annað árið í röð sem búið er í efsta sæti í skýrsluhaldi í sauðfjárrækt, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Náði Eiríkur þessum árangri þrátt fyrir óhagstætt tíðarfar sem dró úr fallþunga. Þrátt fyrir að fallþungi dilka hafi verið rúmum 300 grömmum minni sl. haust en árið áður er útlit fyrir að heildarafurðir verði síst minni. Góð frjósemi ræður miklu um þá niðurstöðu.

Fyrri greinHreggnasi áfram með Fossá
Næsta greinBjörn G. Snær yfirlæknir