Ógnaði starfsfólki með dúkahníf

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Drengirnir sem handteknir voru í Þykkvabænum í síðustu viku eftir að hafa stolið bíl og strokið af meðferðarheimilinu Lækjarbakka í síðustu viku eru þeir sömu og stálu bíl fyrr í vetur og voru þá stöðvaðir á Selfossi. Þeir eru sextán og sautján ára gamlir.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að einn drengjanna hafi ógnað starfsfólki meðferðarheimilisins með dúkahníf til að komast yfir lykla að bílnum. Ökumaður bílsins er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Piltarnir og bíllinn fundust í Þykkvabæ skömmu síðar en sérsveit ríkislögreglustjóra og þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðuðu við leitina.

Þessir sömu drengir voru stöðvaðir á stolnu ökutæki í febrúar síðastliðnum við Selfoss en þá var beitt naglamottu til þess að stöðva bílinn eftir að drengirnir höfðu virt að vettugi öll stöðvunarmerki lögreglu.

Fyrri grein37 milljónir til viðbótar í ferðamannastaði á Suðurlandi
Næsta greinDagbók lögreglu: Hraðakstur í V-Skaftafellssýslu