Ógnaði fólki með hnífi á Hvolsvelli

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan handtók vopnaðan mann á Hvolsvelli í morgun, sem hafði ógnað fólki með hnífi. Auk lögreglunnar á Suðurlandi var sérsveit ríkislögreglustjóra og sjúkrabíll sendur á vettvang.

Maðurinn var handsamaður áður en sérsveitin kom á vettvang og hefur RÚV eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni, að maðurinn hafi verið fluttur á Selfoss og vistaður á viðeigandi stofnun.

Fyrri greinAllir sluppu ómeiddir úr brennandi rútu
Næsta grein„Lífsgæðin haldast lengur“