Ógangfær ferðamaður sóttur

Flugbjörgunarsveitin á Hellu sótti í morgun ferðalang að Skrokköldu á Sprengisandi. Maðurinn óskaði eftir aðstoð, sagðist hafa meiðst á fæti fyrir tveimur dögum og væri nú vart gangfær.

Rétt fyrir klukkan 10:00 var maðurinn kominn í bíl björgunarsveitarinnar sem flytur hann til byggða.

Fyrri greinStefnir að opnun á nýjum stað
Næsta greinJafnt þegar einvígið er hálfnað