Ofurölvi undir stýri á flutningabíl

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ofurölvi ökumann flutningabíls á Suðurlandsvegi á sjötta tímanum í dag. Þá hafði verið tilkynnt um verulega einkennilegt aksturslag bílstjórans.

Þegar lögreglu bar að garði hafði bílnum verið ekið á ljósastaur skammt frá verslun Byko.

Bílstjórinn reyndist ekki viðræðfuhæfur sökum ölvunar og gistir fangageymslur lögreglu þar til hægt verður að taka af honum skýrslu.

Ríkisútvarpið greindi frá þessu.

Fyrri greinGunnsteinn áfram bæjarstjóri
Næsta greinRætt um launamál Ástu