Ofurölvi festi bílinn

Ofurölvi ökumaður missti bíl sinn út af Hamarsvegi í Villingaholtshreppi á tólfta tímanum í gærkvöldi og festi bílinn.

Vegfarandi lét lögreglu vita og var ökumaðurinn enn í bílnum þegar hún kom á vettvang.

Maðurinn tók afskiptum lögreglu nokkuð ófriðlega. Hann var vistaður í fangageymslu í nótt og verður yfirheyrður í dag.