„Of margar einingar tapast“

Námsárangur á nýliðinni haustönn í Fjölbrautaskóla Suðurlands var svipaður og á haustönn 2014. Nemendur náðu um það bil 78% þeirra eininga sem lagðar voru undir í upphafi annar.

Þetta kom fram í annarannál Þórarins Ingólfssonar, aðstoðarskólameistara, við útskriftarathöfn um síðustu helgi.

Um 22% eininga töpuðust á nýliðinni haustönn sem er svipaður árangur og haustið 2014. Haustið 2013 var þessi tala rúmlega 20%. „Of margar einingar tapast á hverri önn og er það meðal verkefna okkar að breyta þessu hlutfalli til betri vegar,“ sagði Þórarinn.

Í upphafi annar voru 860 nemendur skráðir í dagskóla.
Að auki sátu 66 nemendur á skólabekk í fangelsunum á Litla-Hrauni og að Sogni í Ölfusi. Af þeim luku 35 nemendur samtals 150 einingum. Þrír kennarar sinna kennslu að Sogni og sex á Litla-Hrauni auk kennslustjóra og náms- og starfsráðgjafa.
Fyrri greinAdam Árni fékk jólagjöf frá sjúkraflutningamönnunum
Næsta greinHjálparsveitin aðstoðaði jólasveinana