Of heitt vatn rann í pottinn

Barn var flutt á Slysadeild Landspítala með brunasár á fæti eftir að hafa stígið ofan í heitan pott við sumarbústað í Bláskógabyggð um helgina.

Blöndunartæki voru í ólagi þannig að of heitt vatn rann í pottinn.

Þá slasaðist kona eftir að hafa fallið af hestbaki síðdegis í gær við Kjóastaði í Biskupstungum. Hún mun hafa hlotið minni háttar meiðsli.

Í dagbók lögreglunnar á Selfossi kemur fram að nítján ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í liðinni viku, einn fyrir ölvunarakstur og einn fyrir fíkniefnaakstur.

Fyrri greinTíu sækja um Hrunaprestakall
Næsta greinVeiðist vel á Síldarplaninu