Ófært um Landeyjahöfn

Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar í dag laugardag og næstu daga þangað til annað verður tilkynnt. Ástæðan er ölduhæð í Landeyjahöfn, en hún er þessa stundina um 3,3 m.

Samkvæmt spá eru töluverðar líkur á að ófært verði til Landeyjahafnar næstu daga.

Seinni brottför frá Vestmannaeyjum í dag er kl. 15:30 og aftur frá Þorlákshöfn kl. 19:15.

Fyrri greinGóður sigur Selfyssinga
Næsta grein„Eigi víkja“ komin á prent