Ófærð víða á Suðurlandi

Björgunarsveitir hafa víða verið að störfum vegna ófærðar nú síðdegis. Töluverð ófærð er víða um land og sitja jafnvel vel búnir jeppar fastir.

Á þjóðvegi 1, til móts við Hjörleifshöfða, sátu nokkrir bílar fastir, og losa hefur þurft bíla á Þingvallavegi og Biskupstungnabraut.

Þá er Kaldaðarnesvegur ófær öllum nema vel búnum jeppum. Margir ökumenn hafa lent í vandræðum þar síðdegis.