Óeðlilegt að ríkið fái tekjur af fráveituframkvæmdum

Á fundi sínum í gær ítrekaði bæjarráð Árborgar áskorun til stjórnvalda um að hefja aftur endurgreiðslu virðisaukaskatts á fráveituframkvæmdir sveitarfélaga eins og gert var á árunum 1995-2008.

Í bókun bæjarráðs segir að sú aðgerð myndi flýta verulega nauðsynlegum fráveituframkvæmdum sveitarfélaga sem eru verulega kostnaðarsamar.

Bæjarráð telur heldur ekki eðlilegt að kostnaður við fráveituframkvæmdir skapi tekjustofn fyrir ríkissjóð í formi virðisaukaskatts.

Fyrri greinRáðherrar taka fyrstu skóflustunguna
Næsta greinSjö keppendur frá Vallaskóla í úrslitum Pangea stærðfræðikeppninnar