Öðruvísi vinnudagur hjá sveitarstjóranum

Lilja ásamt krökkunum í vinnuskólanum í Landeyjafjöru. Ljósmynd/visithvolsvollur.is

Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, vann heldur öðruvísi vinnudag í gær en hún er vön en Lilja fékk að vinna einn dag í vinnuskólanum með þeim góða hóp af ungmennum sem þar starfa.

Lilja og vinnuskólakrakkarnir héldu í Landeyjafjöru þar sem þau unnu við hreinsun í blíðskaparveðri og að sjálfsögðu voru grillaðar pylsur í hádegisverð til að halda uppi orkunni.

Byrjað var að vinna við hreinsun í Landeyjafjöru á síðasta ári en þá voru um 2,6 tonn hreinsuð úr fjörunni og nú er haldið áfram með það verkefni og 1,8 tonn hreinsað í burtu.

Myndir frá deginum má sjá á Visit Hvolsvöllur

Fyrri greinHamar tapaði stórt
Næsta greinMúlakvísl gróf úr veginum inn í Þakgil