Oddvitinn hættir í vor

Aðalsteinn Sveinsson, oddviti Flóahrepps hyggst ekki verða í framboði í sveitarstjórnarkosningum í vor.

Skýrði hann félögum sínum í sveitarstjórn frá þessu nýverði og hefur staðfest í samtali við Sunnlenska.

Aðalsteinn leiddi lista sinn, R-listann til stórsigurs, fékk fjóra af fimm fulltrúum í síðustu kosningum.