Oddvitaskipti í Rangárþingi eystra

Oddvitaskipti fóru fram á sveitarstjórnarfundi í Rangárþingi eystra í vikunni. Haukur Kristjánsson tók við stöðunni af Guðlaugu Svansdóttur.

Guðlaug hefur verið oddviti frá sveitarstjórnarkosningunum árið 2010. Hún tekur nú sæti í byggðaráði í stað Hauks.

Við þá breytingu varð Byggðaráð Rangárþings eystra eingöngu skipað konum en í því sitja auk Guðlaugar þær Kristín Þórðardóttir og Lilja Einarsdóttir.