Oddný sækist eftir varaformannsembættinu

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar á Suðurlandi ætlar að gefa kost á sér til embættis varaformanns Samfylkingarinnar á komandi landsfundi flokksins.

Þetta tilkynnti hún á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem fram fór í Tryggvaskála á Selfossi á laugardag.
Dagur B. Eggertsson hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri sem varaformaður.
Landsfundur flokksins fer fram þann 2. febrúar næstkomandi í Reykjavík.
Fyrri greinMarín sigursæl á Bikarglímunni
Næsta greinSóðalegur bruggari gaf hundinum gambra