Oddný á opnu húsi á Selfossi

Samfylkingin í Árborg og nágrenni er alltaf með opið hús á laugardagsmorgnum að Eyrarvegi 15 á Selfossi.

Næsta laugardag, þann 6. febrúar kemur Oddný G. Harðardóttir alþingismaður og ræðir átakamál á vorþinginu og hagsmuni Suðurkjördæmis.

Hún kallar eftir áherslum sunnlenskra jafnaðarmanna, bæði svæðisbundnum baráttumálum og þau sem varða alla landsmenn.

Húsið opnar kl. 10:00 en fundurinn með Oddnýju hefst kl. 11:00.