Oddfellowfélagar veita jólastyrk í Rangárþing

(F.v.) Pétur Guðmundsson, sr. Kristján Arason, Guðjón Guðmundsson og Guðmundur Svavarsson í kirkjunni á Breiðabólsstað. Ljósmynd/Aðsend

Oddfellowbúðir nr. 6 Oddi á Suðurlandi hélt sinn árlega jólafund þann 9. desember síðastliðinn þar sem félagar áttu notalega jólastund. Hefð er fyrir því að á jólafundi gefi búðirnar og félagar þeirra frjáls framlög til styrktar þeim sem minna mega sín á félagssvæði búðanna.

Að venju safnaðist vegleg upphæð, sem að þessu sinni rennur til styrktar einstaklingum og fjölskyldum í Rangárþingi sem þurfa á stuðningi að halda í aðdraganda jólahátíðarinnar.

Þrír félagar búðanna úr Rangárþingi heimsóttu af þessu tilefni sr. Kristján Arason sóknaprest í Breiðabólsstaðarprestakalli og afhentu honum styrkinn í formi úttektarkorta í matvöruverslun. Sr. Kristján mun svo útdeila kortunum til þeirra sem á þurfa að halda.

Fyrri greinHekla útnefnd reiðkennari ársins á Íslandi
Næsta greinÞrír Sunnlendingar í topp tíu