Óbreytt virkni í gosinu

Gosvirkni í Eyjafjallajökli virðist óbreytt samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum í morgun. Ekkert hefur sést til gosstöðvanna þar sem lágskýjað er yfir jöklinum. Engar upplýsingar hafa borist um öskufall á svæðinu.

Vatn rann úr Gígjökli í nótt, en var óverulegt og lögregla varð ekki var við óeðlilegar breytingar á Markarfljóti.

Svo virðist sem hætt sé að gjósa úr syðsta gígnum af þremur, en virknin virðist mest í nyrsta gígnum. Þar er blandað ösku- og hraungos.

Fyrri greinNý fangelsisbygging ekki endilega í Reykjavík
Næsta greinUndrast stjórnsýslukæru gegn ráðherra