Óbreytt Útsvarslið í Árborg

Spurningakeppnin Útsvar hefur göngu sína á nýjan leik í Sjónvarpinu á föstudagskvöld. Árborg ríður á vaðið í keppni gegn Hornafirði.

Lið Árborgar er skipað sömu keppendum og í fyrra, þeim Páli Óli Ólasyni, Hönnu Láru Gunnarsdóttur og Þorsteini Tryggva Mássyni.

Áhugasamir geta komist í sal RÚV og fylgst með keppninni en einungis þarf að mæta í útvarpshúsið við Efstaleiti í síðasta lagi kl. 19:45 á föstudaginn.

Gott væri að þeir sem ætluðu sér að mæta í salinn myndu senda staðfestingu á bragi@arborg.is svo hægt sé að gera ráð fyrir þeim en sætafjöldi er takmarkaður.