Óbreytt í Bláskógabyggð

Frambjóðendur T-listans í Bláskógabyggð. Ljósmynd/T-listinn

T-listinn í Bláskógabyggð vann öruggan sigur í kosningunum í Bláskógabyggð og hélt sínum fimm sveitarstjórnarfulltrúum.

T-listinn fékk 390 atkvæði 70,2% og fimm menn kjörna og Þ-listinn fékk 166 atkvæði 29,8% og tvo menn kjörna.

Sveitarstjórn verður þannig skipuð:
(T) Helgi Kjartansson
(T) Stefanía Hákonardóttir
(T) Sveinn Ingi Sveinbjörnsson
(T) Guðrún S. Magnúsdóttir
(T) Guðni Sighvatsson
(Þ) Anna Greta Ólafsdóttir
(Þ) Jón Forni Snæbjörnsson

Fyrri greinSamvinnulistinn með hreinan meirihluta
Næsta greinMeirihlutinn fallinn í Rangárþingi ytra