Óánægja með færslu á starfi fatlaðra

Óánægja er meðal aðstandenda fatlaðra á Suðurlandi vegna fyrirætlana um að leggja niður stafsemi Fjölmenntar á Selfossi.

„Það er ekki mikið vitað annað en að við höfum fengið skilaboð um að starfseminni hér verði hætt og hún muni flytjast til Fræðslunetsins,“ segir Gylfi Kristinsson, deildarstjóri Fjölmenntar á Selfossi.

Um sjötíu fatlaðir einstaklingar hafa sótt námskeið og vinnustofur hjá Fjölmennt í áraraðir en starfsemin hét áður Fullorðinsfræðsla fatlaðra.

Fjórir fastráðnir starfsmenn starfa hjá Fjölmennt og verður þeim öllum sagt upp.

Gylfi segir óvissuna vonda og aðstandendur fatlaðra segjast hafa áhyggjur af því hvað breytingin muni þýða fyrir þá.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinÞrengslin opin – veðrið skánar í kvöld
Næsta greinHörð botnbarátta framundan