Óánægja með samgönguáætlun

Hafnarstjórn Þorlákshafnar hefur lýst yfir óánægju sinni með að uppbygging stórskipahafnar í Þorlákshöfn sé ekki inni á samgönguáætlun 2011-2014.

Hafnarstjórn fékk tillögu til þingsáætlunar um samgönguáætlun til umsagnar á síðasta fundi sínum.

Engir fjármunir eru áætlaðir í hönnun eða framkvæmdir vegna fyrirhugaðar stórskipahafnar, þrátt fyrir að fulltrúar allra sveitarstjórna í Árnessýslu telji þetta vera forgangsmál til atvinnuuppbyggingar á Suðurlandi og sé þörfin nú þegar fyrir hendi.

Eina framkvæmdin sem fyrirhuguð er í Þorlákshöfn á þessu tímabili er
viðhaldsdýpkun í innsiglingu og höfn árið 2014. Engar nýjar sjóvarnir í sveitarfélaginu eru í áætluninni.