Ó-listinn sigraði í Skaftárhreppi

Ó-listinn fékk meirihluta í Skaftárhreppi en þar voru tveir listar í framboði í fyrsta sinn í tólf ár.

Ó-listi Skaftárhrepps á kortið fékk 169 atkvæði en L-listi Framsýnar 119.

Á kjörskrá í hreppnum voru 363 og kusu 304 eða 83,7%. Gildir seðlar voru 288, auðir 14 og ógildir 2.

Hreppsnefndin lítur svona út á næsta kjörtímabili:

1. Guðmundur Ingi Ingason (Ó)
2. Þorsteinn M. Kristinsson (L)
3. Jóhanna Jónsdóttir (Ó)
4. Jóna S. Sigurbjartsdóttir (L)
5. Jóhannes Gissurarson (Ó)

Fyrri greinFlóahreppur: Stórsigur R-listans
Næsta greinÍhaldið fallið í Rangárþingi ytra