Nýtt verknámshús komið á fjárlög

Alþingi samþykkti í gær 25 milljón króna framlag til Fjölbrautaskóla Suðurlands vegna byggingar nýs verknámshúss. Með þessu er tryggt að hægt sé að ráðast í hönnun hússins.

Í framhaldinu verður undirritaður samningur um verkið allt. Fyrsta framlagið á fjárlögum er 25 milljónir króna. Þá fær Hamar 275 milljónir árið 2013 og lokagreiðsluna árið 2014, 90 milljónir króna.

Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherja- og menntamálanefndar Alþingis og fjárlaganefndarmaður segir þetta ánægjulega niðurstöðu.

„Þetta er stórmál fyrir skólann og eflingu starfsnáms á svæðinu að koma byggingu Hamars af stað. Þar með tekur verknámsaðstaða FSu stakkaskiptum. Það má segja að með þessu sé tillaga skólans sjálfs um aðkomu ríkisins samþykkt. Bæði hvað varðar upphæðir og skiptingu fjármunanna. Nú geta sveitarfélögin losað þær 140 milljónir sem þau hafa safnað í sjóð vegna Hamars og hönnun byggingarinnar hafst og bygging þess í framhaldi af því,“ segir Björgvin.