Nýtt tjaldsvæði á Selfossi

Jarðvinna í Björkurstykki. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Á Selfossi standa nú yfir framkvæmdir við gerð tjaldsvæðis sem nota á í tengslum við Unglingalandsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 2012 og 2013.

Tjaldsvæðið er í Björkurstykki, landi sveitarfélagsins sunnan við Suðurhóla, í göngufæri við íþróttavallarsvæðið við Engjaveg. Svæðið er u.þ.b. tíu hektarar og segir Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Árborgar, að það muni vonandi nýtast í framtíðinni fyrir stærri viðburði í sveitarfélaginu.

„Það er verið að jafna svæðið út og ræsa það fram og því verður lokið fljótlega. Síðan verður sáð í þetta næsta vor og svæðið á að vera orðið vel gróið og fínt um Verslunarmannahelgina 2012,“ sagði Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Árborgar, í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinEldvötn efla vitund almennings
Næsta greinTap í skrautlegum leik