Nýtt póstnúmer í Ölfusinu

Nýtt póstnúmer í dreifbýli Ölfuss tók gildi í dag og verður póstáritunin þar nú 816 Þorlákshöfn.

Þetta er gert samkvæmt ósk Sveitarfélagsins Ölfuss en bæjarstjórn óskaði eftir þessu við póstnúmeranefnd í vor. Þá var sótt um póstnúmerið 812 en þar sem flokkunarkerfi Íslandspósts byggir á að dreifbýli sem er þjónað af sama pósthúsi verði tengd við staðinn með númeri lagði Íslandspóstur til að póstáritunin verði 816 Þorlákshöfn.

Breytingin hefur áhrif á um 230 bæi í sveitarfélaginu. Póstnúmerið í þéttbýlinu í Þorlákshöfn er áfram 815.

Allmargir bæir sem eru næst Hveragerði hafa fengið þá þjónustu að sækja skráðar sendingar í póstafgreiðsluna á Hveragerði. Slíkt verður áfram í boði auk þess sem flokkun og dreifing frá Selfossi verður með óbreyttu sniði.

Fyrri greinHjartaheill gaf þolprófsbúnað
Næsta greinÁ að vera tilbúin 1. mars