Nýtt óháð framboð í Rangárþingi eystra

Guðmundur Jónsson leiðir L-listann, Framboð fólksins – lista óháðra, í Rangárþingi eystra í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Í tilkynningu segir að framboðið samanstandi af hópi fólks sem telur hefðbundna flokkapólitík ekki eiga heima í sveitarstjórn heldur eigi að virkja mannauðinn sama hvar fólk stendur í stjórnmálum. Fólkið vill aukið lýðræði, samráð við íbúa og gegnsæja stjórnsýslu. Fólkið vill fagráða sveitarstjóra í Rangárþingi eystra.

Listinn er þannig skipaður:
1. Guðmundur Jónsson, lögmaður
2. Christiane L. Bahner, lögmaður og ferðaþjónustubóndi
3. Guðmundur Ólafsson, sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi
4. Hildur Ágústsdóttir, kennaranemi
5. Jónas Bergman Magnússon, kennari
6. Elfa D. Ragnarsdóttir, háskólanemi
7. Aníta Þorgerður Tryggvadóttir, íþrótta- og heilsufræðingur
8. Reynir Björgvinsson, matvælafræðinemi
9. Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, stjórnmálafræðingur
10. Einar Þór Jóhannsson, matreiðslumaður
11. Ewa Tyl, deildarstjóri
12. Tómas Birgir Magnússon, fjallamaður
13. Sara Ástþórsdóttir, hrossaræktandi
14. Jón Gísli Harðarson, rafvirkjameistari

Fyrri greinGunnar Örn leiðir F-listann
Næsta greinHamar T1 bikarmeistari