Nýtt met í veltu

Alls var 110 fasteignasamningum þinglýst á Suðurlandi fyrstu vikuna í október. Til samanburðar var alls 80 samingum þinglýst á Suðurlandi á sama tíma í fyrra.

Þar af voru tólf samningar um eignir í fjölbýli, 62 samningar um eignir í sérbýli og 36 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2,3 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 20,5 milljónir króna.

Af þessum 110 samningum voru 62 samningar um eignir á Árborgarsvæðinu, þ.e. Selfoss, Hveragerði og Ölfus. Heildarveltan á því svæði var 1,4 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 22,5 milljónir króna. Í september í fyrra voru þinglýstir samningar um fasteignaviðskipti alls 38 og er því talsverð aukning á milli ára.

Nýtt veltumet var sett í síðasta mánuði, þegar virði samninga yfir sérbýli sem seldist á Árborgarsvæðinu fór í 1.178 milljónir króna. Var þar með slegið veltumet í sölu á sérbýli á einum mánuði, sem var frá því í maí 2007, þegar veltan nam 1.159 milljónum króna.

Fyrri greinIngibjörg Erla vann silfur í Serbíu
Næsta grein„Þetta verð er komið til að vera“