Nýtt leiksvæði í Löndunum

Horft yfir svæðið innst úr Grundarlandi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar Árborgar var samþykkt framkvæmdaleyfi vegna nýs leiksvæðis við Engjaland á Selfossi.

Leiksvæðið er suðvestan við leikskólann Goðheima, sem er í byggingu við Engjaland.

Gert er ráð fyrir því að svæðið verði tilbúið í sumarbyrjun en í drögum að svæðinu er gert ráð fyrir að þar verði meðal annars aparóla, klifurveggur og klifurturn.

Fyrri greinSjö í einangrun á Suðurlandi
Næsta greinSnerist á veginum og lenti framan á öðrum bíl