Nýtt hundasvæði í Vík

Hundasleppisvæðið í Vík. Ljósmynd/Mýrdalshreppur

Sett hefur verið upp hundasleppisvæði í Vík í Mýrdal þar sem eigendur hunda geta komið og leyft þeim að hlaupa frjálsum um.

Svæðið er staðsett í Hrapinu í Vík en utan svæðisins gildir lausagöngubann og mikilvægt að hundar séu hafði í taumi.

Hundaeigendur eru beðnir um loka hliðum, hreinsa upp eftir hunda sína og ganga vel um svæðið. Í tilkynningu frá Mýrdalshreppi er tekið fram að hundar eru ávallt á ábyrgð eigenda.

Fyrri greinVísbendingar um jarðhitaleka í Múlakvísl
Næsta greinMiðbær Selfoss vekur ánægju