Nýtt hesthúsahverfi á Rangárbökkum

Það er Þjótandi sem sér um að undirbúa svæðið til uppbyggingar. Ljósmynd/RY

Nú í vikunni hófust framkvæmdir í nýju hesthúsahverfi á Hellu á Rangárbökkum og er gert ráð fyrir að þeir sem nú þegar hafi fengið úthlutaða lóð geti hafið framkvæmdir í sumar.

Það er Þjótandi sem sér um að undirbúa svæðið til uppbyggingar.

Gert er ráð fyrir allt að 16 húsum í þessu nýja hverfi og eru aðeins tvær lóðir lausar.

Fyrri greinLuis hetja Stokkseyringa
Næsta greinRáðherrar grilla ofan í gesti Kótelettunnar