Nýtt hættumat heimili lokun í Reynisfjöru

Í Reynisfjöru. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Dómsmálaráðuneytið, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti ásamt Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti munu sameinast um um gerð hættumats í Reynisfjöru.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi og þar kemur fram að líklega verði svæðinu lokað tímabundið ef veðurfarslegar aðstæður samkvæmt slíku hættumati myndu kalla á lokun.

Eins og fram hefur komið slasaðist ferðamaður á öxl þegar alda hreif hann með sér í Reynisfjöru í síðustu viku.

Fyrri greinSkáldaspjall í Bókakaffinu á jólaljósakvöldi
Næsta greinTíu heimsmeistarar keppa í skák á Selfossi