Nýtt gistiheimili nálægt Selfossi

Í síðustu viku opnaði nýtt gistiheimili að Lambastöðum rétt austan við Selfoss. Eigendur þess eru Almar Sigurðsson og Svanhvít Hermannsdóttir.

Þar eru ellefu herbergi með sér baðherbergi, heitum potti og internet tengingu fyrir gesti.

Gistiheimilið er sem fyrr segir rétt fyrir utan Selfoss, eða um 7 km. austan við bæinn. „Það er mjög fínt, stutt frá þjóðveginum og því vel staðsett,“ segir Svanhvít. „Við vorum búin að hugsa um þetta í dálítinn tíma,“ segir Svanhvít aðspurð um hvað hafi orðið til þess að þau opnuðu gistiheimilið. „Við ákváðum svo að gera þetta til að skapa atvinnu. Bæði fyrir okkur og til framtíðar.“

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

Fyrri greinBakkatúnsmálinu áfrýjað
Næsta greinJón Daði í U21 árs liðið