Nýtt fyrirkomulag hjá Uppbyggingarsjóði Suðurlands

Selfoss. Ljósmynd/Steinar Guðjónsson

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur samþykkt að breyta verklagi við úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Helsta breytingin felst í því að fækka úthlutunum sjóðsins úr tveimur á ári í eina.

Um er að ræða tilraunaverkefni til næstu tveggja ára sem miðar að því að efla faglegan stuðning við umsækjendur og tryggja skilvirkari nýtingu fjármuna. Á 632. stjórnarfundi SASS var ákveðið að innleiða þetta nýja fyrirkomulag strax á árinu 2026.

Þetta þýðir að hefðbundin vorúthlutun, sem alla jafna hefur farið fram í febrúar og mars, mun ekki eiga sér stað í ár. Þess í stað verður boðað til einnar stórrar úthlutunarlotu næstkomandi haust.

Þrátt fyrir breytta úthlutunartíðni verður áfram úthlutað úr tveimur flokkum; menningu annars vegar og Atvinnuþróun og nýsköpun hins vegar. Fagráð mun starfa með sama hætti og áður og tryggja faglega yfirferð allra umsókna.

Stjórn SASS telur þessa breytingu nauðsynlega til að styrkja sjóðinn sem öflugan bakhjarl sunnlensks samfélags. Verkefnið verður metið að tveimur árum liðnum og tekin ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag í ljósi þeirrar reynslu sem komst á tilraunatímabilinu.

Fyrri grein200 vörur á Prísverði
Næsta greinÖruggur sigur Selfyssinga á unglingamóti HSK