Nýtt fjárhús á Stóra-Ármóti tekið í notkun

Um síðustu helgi var tekið í notkun nýtt fjárhús á tilraunabúi Búnaðarsambands Suðurlands á Stóra-Ármóti í Flóahreppi.

Bygging fjárhússins var í höndum Fossmóta ehf. sem byrjaði á verkinu á vordögum eða í byrjun apríl. Fjárhúsið er 308 fermatrar og verður féð á hálmi en gert er ráð fyrir að húsið rúmi um 260 kindur.

Þar verður líka gott rými fyrir námskeiðahald er tengist sauðfjárrækt, svo sem rúningsnámskeið, sauðfjársæðinganámskeið, samræmingarnámskeið fyrir sauðfjárdóma ofl.

Öll vinnuaðstaða mun batna til muna í nýja húsinu auk þess sem allur aðbúnaður verður mun betri fyrir fólk og sauðfé.

Fyrri greinBrunnin stafafura hefur vaxið vel
Næsta greinEnn lausir miðar og stemmningin vaxandi