Nýtt eittþúsund fermetra verslunarhúsnæði á Selfossi

JÁVERK skoðar nú möguleikana á því að hefja byggingu á eittþúsund fermetra verslunarhúsnæði á lóð sem fyrirtækið á við Larsenstræti á Selfossi.

„Já, við erum að skoða það mjög alvarlega og ég er nánast viss um að við förum út í þessa byggingarframkvæmd en hvenær það verður nákvæmlega get ég ekki sagt til um. Við finnum að það er mikil eftirspurn eftir slíku húsnæði á Selfossi,“ sagði Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri JÁVERKS, í samtali við Sunnlenska.

Um er að ræða landskika gegnt verslunum Bónus og Hagkaupa. „Verkefnið er spennandi og við verðum ekki lengi að byggja þegar við byrjum,“ bætir Gylfi við.

Fyrri greinFlóahreppur lætur skrá hundruð fornminja
Næsta greinSigurður gefur ekki kost á sér til formennsku