Nýtt aðalskipulag undirritað

Á 200. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra var nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins undirritað.

Vinnan við heildar upptöku á aðalskipulaginu hefur tekið nokkurn tíma en ýmsar áherslubreytingar eru í nýju aðalskipulagi.

Má þar helst nefna flokkun landbúnaðarlands og verndun lands, nýr þéttbýlisstaður, þróun byggðar og áfangastaðir Kötlu jarðvangs eru nú sérmerktir.

Fundurinn var haldinn þann 15. maí í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð.

Fyrri greinAuknar líkur á jarðskjálftum á Hellisheiði
Næsta greinHrafnhildur hetja Selfyssinga