Glæsilegt 300 fermetra hesthús er nú risið á bænum Túnsbergi í Hrunamannahreppi. Bændur þar eru hjónin Magga Brynjólfsdóttir og Gunnar Eiríksson.
Gunnar segir að þar sé gert ráð fyrir um 28 hrossum, nær öllum í sér stíu.
Þau hjónin sjá um tamningar sjálf, ásamt Braga syni þeirra og sameinast þar bæði atvinnan og áhugamálið.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu